Fara í efni

Innskráning

 

Fréttir & fróðleikur

Eurovision tilboð!

Eins og flestir vita er Eurovision á næsta leiti og langar okkur því að bjóða viðskiptavinum upp á vörur, á frábæru Eurovision tilboði. Við erum búin að taka saman glæsilegar og nytsamlegar vörur sem henta fyrir Eurovision kvöldin. Tilboðið gildir til og með 21. maí næstkomandi eða á meðan birgðir endast.
Lesa meira
Lesa meira
Eldri Fréttir & fróðleikur

Frysti- og kæligeymsla til leigu

Frysti- og kæligeymsla til leigu á svæðinu við Sundahöfn. Um er að ræða 236 EUR bretta pláss (1,5 – 2 metra há) í frysti og 112 EUR bretta pláss (1,5 m há) í kæli. Leigist allt saman. Áhugasamir hafi samband við Guðmund í s. 820-1100 eða í gudmundur@asbjorn.is
Lesa meira
Lesa meira

Pappírslaus viðskipti

Frá og með 1.1.2022 mun Ásbjörn Ólafsson ehf. hætta útsendingu reikninga og greiðsluseðla á pappírsformi. Viðskiptavinir munu frá senda reikninga í tölvupósti eða í gegnum skeytamiðlun. Greiðsluseðlar munu birtast í fyrirtækjabanka. Viðskiptavinir með aðgang að vefverslun Ásbjörns Ólafssonar ehf. geta nálgast reikninga á „mínum síðum“. Óski þið eftir að fá senda hreyfingarlista, vinsamlegast sendið þá póst á bokhald@asbjorn.is. Einnig ef þið viljið breyta eða bæta við tölvupóstföngum. Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er þetta liður í að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið.
Lesa meira
Lesa meira

Opnunartími yfir jól og áramót 2021

Jólin nálgast hratt en þá eykst álagið í vöruhúsinu okkar. Við reynum þó að gera eins vel og við getum með að afgreiða pantanir til viðskiptavina á umsömdum tíma. Í einstaka tilfellum getur afhending dregist aðeins sökum álags eða lélegrar færðar á götum landsins. Við viljum því hvetja viðskiptavini okkar til að gera pantanir eins tímanlega og hægt er svo allt gangi sem best í jólaösinni. Vefverslunin er opin allan sólarhringinn en þar er hægt að skoða úrvalið okkar, verð á vörum og senda inn pantanir.
Lesa meira
Lesa meira

Væntanlegt - Moomin Snow Moonlight

Himininn var nánast svartur en fallegur blár litur speglaðist af snjónum í tunglskininu . Sjórinn svaf værum svefni undir ísnum og dýpst niðri , við rætur jarðar , sváfu smádýrin og dreymdu um vorið. Enn var þó langt í vorið því áramótin voru rétt svo nýliðin. Tunglið skein í andlit Múmínsnáðans sem hafði vaknað úr vetrardvala og gat ekki sofnað aftur. Vetrarlínan 2021 er sú síðasta í röðinni sem byggir á teikningum úr bókinni Moominland Midwinter. Myndefni bollans er teikning sem má finna á upphafssíðu skáldsögunnar. Á myndinni má sjá Múmínsnáðann, vin hans Tikka tú og Míu litlu. Þau standa öll við frosið hafið og horfa á sæhestinn á kraftmiklu stökki í átt að sjóndeildarhringnum.
Lesa meira
Lesa meira

Breyttur opnunartími

Við hjá Ásbirni höfum ákveðið að breyta opnunartímanum frá og með 1. október. Heildverslunin er þá opin alla virka daga á milli kl. 0800 og 1600. Við minnum á að vefverslunin www.asbjorn.is sem er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring.
Lesa meira
Lesa meira

Breytingar hjá Ásbirni

Eins og við höfum upplýst út á markaðinn fyrr í sumar þá hafa tekist samningar milli okkar hjá Ásbirni Ólafssyni ehf og Danól ehf. um að Danól taki yfir frá 1. september næstkomandi annars vegar söludeild okkar í neytendavörum, þ.e. matvörur, sælgæti sem og bílhreinsivörum og svo hins vegar í stóreldhúsadeild matvara.
Lesa meira
Lesa meira

Ásbjörn Ólafsson fyrirmyndarfyrirtæki 2021

Á dögunum hlaut Ásbjörn Ólafsson ehf. titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki 2021 í flokki meðalstórra fyrirtækja. Það er okkur sannur heiður að taka á móti þessari miklu viðurkenningu frá VR í þriðja sinn.
Lesa meira
Lesa meira

Together - Sumarlína Moomin árið 2021

Sumarlína ársins 2021 hjá Moomin ber heitið Together og er myndefnið framhald af sumarleyfaþemanu sem hófst árið 2018. Teikningarnar byggja á myndasögunni ,,Moomin on the Riviera" eftir Tove Jansson. Vörulínan sem inniheldur krús, disk og tvær skeiðar fer í sölu á Íslandi þriðjudaginn 25. maí.
Lesa meira
Lesa meira

Ásbjörn Ólafsson ehf kynnir nýja hótel bæklinga frá Churchill

Vörumerkið Churchill má finna á mörgum hótelum enda eru þeir með samninga við nokkrar stærri hótelkeðjur um heim allan. Með þessum nýju bæklingum kynnir Churchill margar leiðir hvernig bera má fram matinn hverju sinni. www.asbjorn.is
Lesa meira
Lesa meira