Fara í efni

Innskráning

 

Fréttir & fróðleikur

Við fögnum 85 ára afmæli!

Í dag fagnar Ásbjörn Ólafsson ehf. 85 ára afmæli! Fyrirtækið var stofnað af Ásbirni Ólafssyni stórkaupmanni árið 1937 og var áherslan fyrstu árin á vefnaðarvöru, skófatnað og smávöru. Fljótlega bættust svo við matvörur, byggingavörur, húsgögn, fatnaður o.fl.
Lesa meira
Lesa meira
Eldri Fréttir & fróðleikur

Lokað mánudag og þriðjudag vegna árshátíðar

Nú er komið að því! Við ætlum að skella okkur saman til Ítalíu og halda árshátíð! Fyrirtækið verður því lokað næstkomandi mánudag og þriðjudag (19. og 20. september) vegna árshátíðar starfsmanna. Við biðjum viðskiptavini að gera ráðstafanir og gera pantanir í tíma svo hægt sé að afhenda pantanir á föstudaginn. Pantanir sem berast til okkar um helgina, mánudag og þriðjudag verða til afgreiðslu strax á miðvikudaginn 21. september. Við minnum á vefverslunina en þar er hægt að skoða og ganga frá pöntunum þegar þér hentar. Þökkum skilninginn eða "Grazie per la vostra comprensione" eins og sagt er á ítölsku :)
Lesa meira
Lesa meira

Empilable - Ný og skemmtileg glös!

Við vorum að fá í hús skemmtileg glös frá Duralex sem heita Empilable. Þau eru staflanleg, lítil og nett, á frábæru verði og henta mjög vel fyrir stóreldhúsin.
Lesa meira
Lesa meira

Moomin by Arabia og Rauði krossinn

Með samstarfi Arabia og Rauða krossins er vináttu og góðvild fagnað. Útkoman er vörulína sem er myndskreytt upprunalegum teikningum Tove Jansson fyrir Rauða Krossinn. Í tilefni af samstarfinu er fólk um allan heim hvatt til að sýna hverju öðru góðvild með litlum góðverkum.
Lesa meira
Lesa meira

Komdu gestunum þínum skemmtilega á óvart með girnilegum nítródrykkjum!

Undanfarin ár hafa vinsældir nítródrykkja farið ört vaxandi um allan heim. Það er einstaklega auðvelt að græja nítrókaffi, -te eða -kokteila með eða án áfengis á fljótlegan hátt með nítrósprautunni frá iSi. Drykkirnir fá unaðslega kremaða áferð og flauelsmjúk froðukóróna er toppurinn yfir i-ið!
Lesa meira
Lesa meira

Eurovision tilboð! - LOKIÐ

Eins og flestir vita er Eurovision á næsta leiti og langar okkur því að bjóða viðskiptavinum upp á vörur, á frábæru Eurovision tilboði. Við erum búin að taka saman glæsilegar og nytsamlegar vörur sem henta fyrir Eurovision kvöldin. Tilboðið gildir til og með 21. maí næstkomandi eða á meðan birgðir endast.
Lesa meira
Lesa meira

Frysti- og kæligeymsla til leigu

Frysti- og kæligeymsla til leigu á svæðinu við Sundahöfn. Um er að ræða 236 EUR bretta pláss (1,5 – 2 metra há) í frysti og 112 EUR bretta pláss (1,5 m há) í kæli. Leigist allt saman. Áhugasamir hafi samband við Guðmund í s. 820-1100 eða í gudmundur@asbjorn.is
Lesa meira
Lesa meira

Pappírslaus viðskipti

Frá og með 1.1.2022 mun Ásbjörn Ólafsson ehf. hætta útsendingu reikninga og greiðsluseðla á pappírsformi. Viðskiptavinir munu frá senda reikninga í tölvupósti eða í gegnum skeytamiðlun. Greiðsluseðlar munu birtast í fyrirtækjabanka. Viðskiptavinir með aðgang að vefverslun Ásbjörns Ólafssonar ehf. geta nálgast reikninga á „mínum síðum“. Óski þið eftir að fá senda hreyfingarlista, vinsamlegast sendið þá póst á bokhald@asbjorn.is. Einnig ef þið viljið breyta eða bæta við tölvupóstföngum. Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er þetta liður í að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið.
Lesa meira
Lesa meira

Opnunartími yfir jól og áramót 2021

Jólin nálgast hratt en þá eykst álagið í vöruhúsinu okkar. Við reynum þó að gera eins vel og við getum með að afgreiða pantanir til viðskiptavina á umsömdum tíma. Í einstaka tilfellum getur afhending dregist aðeins sökum álags eða lélegrar færðar á götum landsins. Við viljum því hvetja viðskiptavini okkar til að gera pantanir eins tímanlega og hægt er svo allt gangi sem best í jólaösinni. Vefverslunin er opin allan sólarhringinn en þar er hægt að skoða úrvalið okkar, verð á vörum og senda inn pantanir.
Lesa meira
Lesa meira

Væntanlegt - Moomin Snow Moonlight

Himininn var nánast svartur en fallegur blár litur speglaðist af snjónum í tunglskininu . Sjórinn svaf værum svefni undir ísnum og dýpst niðri , við rætur jarðar , sváfu smádýrin og dreymdu um vorið. Enn var þó langt í vorið því áramótin voru rétt svo nýliðin. Tunglið skein í andlit Múmínsnáðans sem hafði vaknað úr vetrardvala og gat ekki sofnað aftur. Vetrarlínan 2021 er sú síðasta í röðinni sem byggir á teikningum úr bókinni Moominland Midwinter. Myndefni bollans er teikning sem má finna á upphafssíðu skáldsögunnar. Á myndinni má sjá Múmínsnáðann, vin hans Tikka tú og Míu litlu. Þau standa öll við frosið hafið og horfa á sæhestinn á kraftmiklu stökki í átt að sjóndeildarhringnum.
Lesa meira
Lesa meira