Fara í efni

Innskráning

 

vara

Royal Copenhagen þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en fyrirtækið var stofnað árið 1775 af Juliane Marie sem var drottning Danmerkur á þeim tíma. Fyrirtækið framleiðir fyrsta flokks postulín en hver og einn hlutur er handmálaður og því enginn eins. Það tekur postulínsmálara rétt um fjögur ár að verða hæfur til að mála fallegu mynstrin og ef þú kíkir undir hlutina þá sérðu undirskrift þess málara sem málaði þinn hlut. Að minnsta kosti þrjátíu einstaklingar koma að því að búa til hvern einasta hlut og má því segja um listaverk séu að ræða.

Sjá fleiri vörur frá framleiðanda

Eggjabikar Princess

Vörunúmer: 5111052405
Princess munstrið er hannað fyrst árið 1978 og var þá eingöngu tesett.
Síðar meir stækkaði línan og spanna nú heilt matarsett. Princess munstrið er fíngert, klassískt og handmálað líkt og hin munstrin.
Allar línurnar passa vel saman og auðveldlega er hægt að blanda nokkrum línum saman á matarborðið.

Má fara í uppþvottavél.
Má fara í örbylgjuofn.
Fjöldi í kassa: 2 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.

Strikamerki

5705140734925 (STK)