Menu

A+ A A-

sonax

SONAX er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á efnavörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar.

Undir vörumerkinu SONAX býður fyrirtækið uppá breitt vöruúrval af samkeppnishæfum vörum til þrifa og viðhalds á farartækjum. Með háum gæðum og verðstefnu í takt við þau leitast SONAX við að bjóða uppá stöðugar nýjungar og að framleiða vörur sem eru umhverfisvænar.

SONAX hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Mest selda bílabón á Íslandi í áraraðir, SONAX Hard Wax, er sérblandað fyrir Ísland. Aðstæður á íslenska markaðnum og óskir íslenskra neytenda voru hafðar í huga við þá vöruþróun. Við Íslendingar erum kröfuharðir þegar kemur að bílabóni og bílaþrifum og SONAX vörurnar standast okkar kröfur!

SONAX er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi. Þar hafa notendur hvað eftir annað valið vörurnar frá SONAX þær bestu í sínum flokki. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um þær viðurkenningar sem SONAX vörumerkið hefur hlotið undanfarin ár.

 

2014:
-SONAX var valið besta bílhreinsimerkið af lesendum "Auto, motor und sport", níunda árið í röð.
-Í könnun sem bílablaðið "AUTO BILD" gerði meðal lesenda sinna var SONAX valið besta bílhreinsimerkið í þriðja sinn í röð.
-Lesendur "Auto Zeitung" völdu svo SONAX enn einu sinni sem "Top Brand".
2013:
-SONAX Xtreme Antifreeze & ClearView valið það besta í sínum flokki af "AUTO BILD", í rannsókn sem þeir gerðu milli tegunda.
-SONAX trónir á toppnum sem áður fyrr í lesendakönnunum hjá "Auto motor und sport", "AUTO BILD" og "AUTO ZEITUNG".
2012:
-SONAX fékk titilinn "Besta vörumerkið 2012" af lesendum "AUTO BILD", þar sem merkið hlaut 75% atkvæða.
-SONAX var einnig valið "Besta vörumerkið" árið 2012 af lesendum blaðsins "Auto, motor und sport" og var það sjöunda árið í röð sem SONAX hlaut þann titil.
-Lesendur bílablaðsins "AUTO ZEITUNG" völdu SONAX einnig sem besta merkið árið 2012.
-Þýska birtingafyrirtækið "Deutsche Standards Editionen" valdi SONAX sem eitt af vörumerkjum aldarinnar, eða "Brand of the Century".